Þingmenn og kennarar í gagnfræðaskólum fylgdust að í launakjörum á tímabilinu 1964 til 1971. Þetta kemur fram í svari Vísindavefs Háskóla Íslands við spurningu um hvort þingmenn og kennarar hafi eitt sinn haft sömu laun fyrir vinnu sína.
Spurningin kemur í kjölfar frétta af þeim launahækkunum sem kjararáð hefur úrskurðað til handa þingmönnum og ráðherrum. Hafa margir kennarar, sem óánægðir eru með núverandi kjör sín, bent á að stéttirnar nutu eitt sinn sömu kjara.
Segir í svarinu að ekki verði ráðið af fyrirliggjandi gögnum, hvort samsvörun launa gagnfræðaskólakennara annars vegar og þingfararkaups hins vegar hafi verið af ásetningi.
Á árinu 1971 var þingfararkaupið hækkað verulega, líklega um 50%.
„Þar slitnar samfylgd þingmanna og gagnfræðaskólakennara hvað launakjör varðar.“
Svar Vísindavefsins í heild sinni.