Trump hluti af „popúlískri bylgju“

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég er bara hálfs­leg­inn yfir þessu. Þetta eru óvænt­ar og held ég mjög nei­kvæðar frétt­ir. Miðað við hvernig Trump hef­ur talað og látið eru þetta nokk­ur skref aft­ur á bak fyr­ir frjáls­lynda póli­tík í Banda­ríkj­un­um. Þannig að maður hef­ur áhyggj­ur af því að þetta geti haft slæm áhrif þar og líka bara á heims­byggðina. Maður er eig­in­lega að hefja eitt­hvert sorg­ar­ferli.“

Þetta seg­ir Ótt­arr Proppé, formaður Bjartr­ar framtíðar um sig­ur Don­alds Trumps, fram­bjóðanda Re­públi­kana­flokks­ins, í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um í gær. „Það er ekki hægt annað en að túlka þetta sem hluta af, eig­um við að kalla það, po­púlí­skri bylgju og end­ur­nýjaðri van­trú á póli­tísk­um elít­um og um leið skip­brot og van­getu póli­tísku elít­unn­ar til þess að tala til alþýðunn­ar og það er auðvitað áhyggju­efni líka. Og ekki bara í Banda­ríkj­un­um.“

Þetta sé sama þróun og hafi átt sér stað í Bretlandi þegar meiri­hluti kjós­enda ákvað að segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið í þjóðar­at­kvæði þar í landi síðasta sum­ar. Sem og víðar í Evr­ópu. „Þannig að maður er ansi hrædd­ur um að þetta sé hluti af ein­hverju stærra trendi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert