Gata víkur fyrir bílakjallara

Geirsgata-Lækjargata. Nú þegar er búið að loka beygjuakrein á gatnamótunum. …
Geirsgata-Lækjargata. Nú þegar er búið að loka beygjuakrein á gatnamótunum. Færsla Geirsgötu er framundan. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Umfangsmiklar breytingar á gatnakerfi Austurbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík eru að hefjast.

Vegna framkvæmda við bílakjallara undir Geirsgötu og nýjar byggingar á Austurbakka verður hluti Geirsgötu færður tímabundið til norðurs og gatan jafnframt þrengd á þeim kafla í eina akrein í hvora átt. Þessi hjáleið um Geirsgötu verður í notkun fram á næsta sumar, samkvæmt upplýsingum Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar. Hámarkshraði verður 30 km á svæðinu.

Breytingarnar munu óhjákvæmilega leiða til þess að Geirsgatan ber mun minni bílaumferð en hún hefur gert til þessa. Fyrsti áfangi breytinganna var framkvæmdur í síðustu viku þegar tvær beygjuakreinar voru fjarlægðar á mótum Geirsgötu og Lækjargötu.

Þrenging Geirsgötunnar gæti tafið forgangsakstur lögreglu og slökkvi- og sjúkraliðs, sem hafa notað þessa leið mikið, að því er fram kemur í umfjöllun um framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka