Kirkjuráð segir frétt Pressunnar ranga

Núverandi kirkjuráð var kjörið á kirkjuþingi 2014. Frá vinstri: Stefán …
Núverandi kirkjuráð var kjörið á kirkjuþingi 2014. Frá vinstri: Stefán Magnússon, sr. Elínborg Gísladóttir, Agnes M. Sigurðardóttir, Svana Helen Björnsdóttir og sr. Gísli Gunnarsson. mynd/Kirkjan

Kirkjuráð hefur óskað eftir því við vefmiðilinn Pressan.is að frétt um starfslok Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur verði dregin til baka eða leiðrétt með annarri frétt vegna rangfærslna í fréttinni.

Pressan telji sig ekki geta orðið við þeirra beiðni og því hafi kirkjuráð gefið út yfirlýsingu þar sem það leiðréttir rangfærslur Pressunnar að svo miklu leyti sem kirkjuráð geti tjáð sig vegna trúnaðar við fyrrverandi framkvæmdastjóra sinn.

Í yfirlýsingu kirkjuráðs segir að ráðið geti ekki upplýst um starfslokasamning við framkvæmdastjórann vegna þess að það brjóti í bága við samninginn sjálfan. Kirkjuráð áréttar að launakjör framkvæmdastjórans voru samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga BHM. Þannig geti fólk sjálft komist að því hversu há grunnlaun geta orðið með því að fletta launatöflum sem allar eru birtar á vefsíðu Fjársýslu ríkisins.

Ofan á þau laun sé síðan greidd unnin yfirvinna en ætlast er til að sú yfirvinna sé nauðsynleg til að starfinu sé sinnt með viðunandi hætti.

Í yfirlýsingu sinni gagnrýnir kirkjuráð meðal annars fyrirsögn fréttarinnar, tilvitnanir og staðhæfingar í fréttinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert