Kirkjuráð segir frétt Pressunnar ranga

Núverandi kirkjuráð var kjörið á kirkjuþingi 2014. Frá vinstri: Stefán …
Núverandi kirkjuráð var kjörið á kirkjuþingi 2014. Frá vinstri: Stefán Magnússon, sr. Elínborg Gísladóttir, Agnes M. Sigurðardóttir, Svana Helen Björnsdóttir og sr. Gísli Gunnarsson. mynd/Kirkjan

Kirkjuráð hef­ur óskað eft­ir því við vef­miðil­inn Press­an.is að frétt um starfs­lok Ell­isifjar Tinnu Víðis­dótt­ur verði dreg­in til baka eða leiðrétt með ann­arri frétt vegna rang­færslna í frétt­inni.

Press­an telji sig ekki geta orðið við þeirra beiðni og því hafi kirkjuráð gefið út yf­ir­lýs­ingu þar sem það leiðrétt­ir rang­færsl­ur Press­unn­ar að svo miklu leyti sem kirkjuráð geti tjáð sig vegna trúnaðar við fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra sinn.

Í yf­ir­lýs­ingu kirkjuráðs seg­ir að ráðið geti ekki upp­lýst um starfs­loka­samn­ing við fram­kvæmda­stjór­ann vegna þess að það brjóti í bága við samn­ing­inn sjálf­an. Kirkjuráð árétt­ar að launa­kjör fram­kvæmda­stjór­ans voru sam­kvæmt kjara­samn­ing­um aðild­ar­fé­laga BHM. Þannig geti fólk sjálft kom­ist að því hversu há grunn­laun geta orðið með því að fletta launa­töfl­um sem all­ar eru birt­ar á vefsíðu Fjár­sýslu rík­is­ins.

Ofan á þau laun sé síðan greidd unn­in yf­ir­vinna en ætl­ast er til að sú yf­ir­vinna sé nauðsyn­leg til að starf­inu sé sinnt með viðun­andi hætti.

Í yf­ir­lýs­ingu sinni gagn­rýn­ir kirkjuráð meðal ann­ars fyr­ir­sögn frétt­ar­inn­ar, til­vitn­an­ir og staðhæf­ing­ar í frétt­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert