Ástæða til að sýna samstöðu gegn ofbeldi

Gezim Haziri.
Gezim Haziri. mbl.is/Golli

„Við höf­um séð boðskap sem er mik­il aft­ur­för í mann­rétt­inda­bar­áttu. Það virðist allt í einu vera eðli­legt að út­skúfa hóp­um,“ seg­ir Gezim Haziri í sam­tali við mbl.is. Efnt hef­ur verið til sam­stöðufund­ar fyr­ir utan banda­ríska sendi­ráðið klukk­an 16.30 í dag vegna úr­slita for­seta­kosn­ing­anna vest­an­hafs.

„Eft­ir for­seta­kosn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um er ljóst að samstaða fyr­ir mann­rétt­indi, jafn­rétti og virðingu er nauðsyn­leg sem aldrei fyrr. Of­beldi á hend­ur hinum ýms­um jaðar­hóp­um hef­ur rokið upp, líkt og gerðist við Brex­it. Fólk víða um heim er því ugg­andi og sjald­an verið rík­ari ástæða að sýna sam­stöðu gegn of­beldi,“ stend­ur á Face­book-síðu fund­ar­ins.

„Fötl­un er efni í grín. Að mis­muna fólki á grund­velli trú­ar­bragða, kyn­hneigðar og hör­unds­litar er eðli­legt. Að stærra sig á kyn­lífs­áreiti er boðið sem eðli­legt karla­klefa-sam­tal,“ bæt­ir Gezim við. Akk­eri, Sam­tök­in ´78, Femín­ista­fé­lag Há­skóla Íslands, No Bor­ders Ice­land, Trans Ísland og Tabú er yf­ir­lýst­ir stuðningsaðilar fund­ar­ins.

Fólk hvatt til að mæta með rós

Skila­boð sam­stöðufund­ar­ins séu að ef sam­fé­lag eigi að byggj­ast á for­dóm­um muni þeirri stefnu ekki verða fylgt. „Rós­in er fyr­ir þá sem eru ósam­mála okk­ur,“ seg­ir Gezim en fólk er hvatt til að mæta með rós, sem á að vera tákn ást­ar á móti hatri og styrk­ur á móti virðing­ar­leysi.

„Við finn­um til með minni­hluta­hóp­um sem verða út­skúfuð. Við finn­um til með jaðar­hóp­um sem hafa lent í lík­am­legu of­beldi í kjöl­farið. Við finn­um til með þeim sem kvíða því að fara út á götu vegna hör­unds­litar eða trú­ar­legr­ar ein­kenna,“ seg­ir Gezim en seg­ir að þau finni einnig til með hinni hliðinni; fólki sem sér ekki það góða í í ná­ung­an­um:

„Það er ein­mitt ástæðan fyr­ir því að við mun­um safn­ast sam­an í dag til þess að gleyma því aldrei að við stönd­um sam­an í einu og öllu. Gleym­um því ekki að ein­stak­ling­ur­inn sem okk­ur finnst kannski skrít­inn myndi forna líf­inu fyr­ir okk­ur en við vit­um það ekki.“

Fyrst og fremst vit­und­ar­vakn­ing

Gezim seg­ir fund­inn í dag fyrst og fremst eiga að vera vit­und­ar­vakn­ingu um að við verðum að passa hvaða til­finn­ing­ar við ber­um til þeirra sem við álít­um að séum öðru­vísi. „Til­gang­ur­inn er ekki að breyta gangi mála í Banda­ríkj­un­um held­ur að við lít­um okk­ur nær og tök­um virk­an þátt í þeim áskor­un­um sem við stönd­um frammi fyr­ir hverju sinni.“

Hann bend­ir á að tvö mál hafi breytt stjórn­má­laum meira en nokkuð annað und­an­far­in. Lofts­lags­breyt­inga­mál og vanda­mál fólks á flótta. „Maður sá fyr­ir sér nýja tækni í orku­mál­um, nýj­ar aðferðir til að ferðast. Við hefðum geta þróað hag­kvæm­ara, rétt­lát­ara og hreinna sam­fé­lag. Í staðinn fyr­ir þetta allt kem­ur Don­ald Trump. Ekki nóg með að það muni ekki verða nein­ar fram­far­ir held­ur hef­ur hann lofað að fella úr gildi þær litlu skuld­bind­ing­ar sem þjóðir heims hafa komið sér sam­an um að standa við.“

Frek­ar upp­lýs­ing­ar um sam­stöðufund­inn má nálg­ast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert