Fjölgunin rakin til einhverfugreininga

Ungt fólk við Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114.
Ungt fólk við Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114. mbl.is/Árni Torfason

Fjölgun ungra öryrkja á undanförnum árum hefur fyrst og fremst verið í hópi þeirra sem eru með meðfæddar skerðingar fremur en þeirra sem hafa vegna stoðkerfis- eða geðsjúkdóma þurft að hverfa frá námi eða starfi.

Þetta kemur fram á vef velferðarráðuneytisins þar sem greint er frá niðurstöðum rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir velferðarráðuneytið. 

Markmið rannsóknarinnar var fá innsýn í aðstæður ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri, kanna reynslu þess af stuðningi sem það hefur fengið og fá ábendingar um hvað betur má fara. 

Rannsóknin beindist að fólki á aldrinum 18–39 ára með geðraskanir eða stoðkerfissjúkdóma samkvæmt örorkumatsskrá Tryggingastofnunar ríkisins sem hafði fyrst verið metið til örorku eða endurhæfingar á árunum 2012–2015.

Niðurstaðan var að fjölgun ungra öryrkja mætti fyrst og fremst rekja til þeirra sem eru með meðfædda skerðingu, til dæmis einhverfu eða þroskaröskun og er ástæðan sögð fjölgun einhverfugreininga á undanförnum árum. Setti Félagsvísindastofnun fram tillögur að endurbótum til að bæta megi þjónustu við hópinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert