Hálka er á Hellisheiði. Hálkublettir eru á Sandskeiði og í Þrengslum. Hálka eða hálkublettir eru víða í uppsveitum Suðurlands, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.
Á Vesturlandi eru hálkublettir á fjallvegum á Snæfellsnesi og í Svínadal, snjóþekja og éljagangur er á Bröttubrekku en hálka á Holtavörðuheiði.
Á Vestfjörðum er hálka á Mikladal og Hálfdáni. Snjóþekja og éljagandur er á Gemlufallsheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum.
Um norðanvert landið er hálka eða hálkublettir mjög víða á fjallvegum.
Á Austurlandi eru hálkublettir á Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi. Hálkublettir eru á Suðausturlandi frá Sandfelli og vestur að Mýrdalssandi.