Barnapíutæki sjöfalt dýrara á Íslandi

Ljósmynd/Skjáskot af Heimkaup.is.

„Þetta er bara of­ur­græðgi,“ seg­ir Gunn­ar Ólaf­ur Ragn­ars­son. Í Face­book-færslu sinni bend­ir hann á um 60 þúsund króna verðmun á Ang­elcare-barnapíu­tæki hjá vef­versl­un­un­um Amazon og Heim­kaup.

Hann keypti tækið glæ­nýtt hjá Amazon í Banda­ríkj­un­um á tæp­ar 11 þúsund  krón­ur þegar al­veg eins tæki kostaði  tæp­ar 70 þúsund krón­ur hjá ís­lensku vef­versl­un­inni Heim­kaup.

Frétt mbl.is: 20.000 króna mun­ur á Hag­kaup og Tesco

Brá í brún

Gunn­ar Ólaf­ur seg­ir kon­una sín hafa nefnt við sig að til­boð væri á Ang­elcare-tæk­inu á af­slátt­ar­dög­um hjá Heim­kaup­um. Hann ákvað að kíkja á Amazon til að kanna verðmun­inn og brá í brún þegar hann sá að um 60 þúsund krón­um munaði.

„Þetta er sama tæki. Það eru meira að segja ís­lensk­ar leiðbein­ing­ar á því,“ seg­ir Gunn­ar Ólaf­ur, sem blöskr­ar verðmun­ur­inn. „Maður vill ekki virka eins og ein­hver nánös en mann lang­ar held­ur ekki að kveikja í pen­ing­un­um sín­um. Þegar mun­ar meira en helm­ingi er þetta bara svo ljótt.“

Yf­ir­leitt helm­ingi ódýr­ara

Um 100 manns eru bún­ir að deila Face­book-færsl­unni hans. Heim­kaup hafa núna lækkað verðið á vör­unni um 25%, eða niður í um 52 þúsund krón­ur.

Gunn­ar kveðst versla mikið á er­lend­um vefsíðum og yf­ir­leitt sé var­an helm­ingi ódýr­ari þar þrátt fyr­ir send­ing­ar­kostnað og tolla. Þannig kosti Ang­elcare-tækið ekki yfir 20 þúsund krón­um þegar allt sé lagt sam­an.

Vit­und­ar­vakn­ing á Íslandi

Hann tel­ur að vit­und­ar­vakn­ing sé að verða hér á landi í neyt­enda­mál­um  en bet­ur má ef duga skal. „Ef maður nenn­ir að leita sér upp­lýs­inga get­ur maður alltaf fundið eitt­hvað ódýr­ara. Það er óþarfi að vera að henda pen­ing­un­um. Þegar það mun­ar sjö­falt er það svo­lítið mikið gróft.“

Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa.is.
Guðmund­ur Magna­son, fram­kvæmda­stjóri Heim­kaupa.is. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ekki hægt að kom­ast neðar

Guðmund­ur Magna­son, fram­kvæmda­stjóri Heim­kaupa, seg­ir að ákveðið hafi verið að „keyra verðið á þess­ari vöru al­veg niður“ eft­ir að at­hygli fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið vak­in á verðmun­in­um.

„Þetta er hins veg­ar ein af þeim vör­um sem við kaup­um af inn­lend­um birgj­um (VL Heild­versl­un) og því ein­fald­lega ekki hægt að kom­ast neðar,“ seg­ir hann í skrif­legu svari til mbl.is.

Þar bæt­ir hann við að inn­lend­ir sam­keppn­isaðilar þeirra séu í „sömu vand­ræðum“ því þeir séu að selja vör­una á svipuðu verði og þeir.

Of mik­ill mun­ur

Hann tek­ur fram að var­an kosti 215 pund hjá Amazon í Bretlandi, eða um 35 þúsund krón­ur. Erfiðara sé að miða við Amazon í Banda­ríkj­un­um, eins og Gunn­ar ger­ir, vegna þess að straum­ur­inn á tæk­inu sé allt ann­ar og því þurfi að kaupa straumbreyta og fleira til þess að fá allt til að virka.

Hann bæt­ir samt við: „Þó svo að það sé gott fyr­ir neyt­end­ur að var­an sé í ábyrgð á Íslandi er mun­ur­inn ein­fald­lega of mik­ill. Við erum að skoða hvaða mögu­leik­ar eru í stöðunni."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert