Um kl. 13 var tilkynnt um slagsmál við strætóskýli við Suðurlandsbraut. Einn kom að öðrum reykja í skýlinu og sagði það vera bannað. Sá sem var að reykja fór þá til hliðar við skýlið en það dugði ekki til; sá sem stóð að banninu hélt áfram og fór að taka myndir af viðkomandi.
Þá reiddist sá sem var að reykja og kom til handalögmála. Annar þurfti að leita á slysadeild.
Lögregla þurfti einnig að skerast í leikinn þegar fyrrverandi sambýlisfólk fór að rífast í Austurbænum upp úr hádegi. Tilkynnt var um húsbrot og ágreining en í ljós kom að konan hafði rekið karlinn á dyr eftir rifrildi. Karlinn brást hinn versti við og var þá kallað í lögreglu.