Engin lausn í sjónmáli

Tónlistarkennarar segja „himinhrópandi tómlæti“ í garð tónlistarmenntunar.
Tónlistarkennarar segja „himinhrópandi tómlæti“ í garð tónlistarmenntunar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ekk­ert hef­ur þokast í sam­komu­lags­átt í kjara­deilu Fé­lags kenn­ara og stjórn­enda í tón­list­ar­skól­um (FT) og sveit­ar­fé­lag­anna. Samn­ing­ar þeirra hafa nú verið laus­ir frá 31. októ­ber í fyrra.

Sátta­fund­ur sem boðað var til í fyrra­dag skilaði ekki ár­angri en tals­menn fé­lags­ins binda þó von­ir við að meiri hreyf­ing kom­ist á málið eft­ir að rík­is­sátta­semj­ari tók deil­una að sér.

„Við von­umst til þess að það verði marks­viss­ari vinnu­brögð og bet­ur haldið á spil­un­um,“ seg­ir Dagrún Hjart­ar­dótt­ir, stjórn­ar­maður í FT, í um­fjöll­un um kjara­deilu þessa í Morg­un­blaðinu í dag. Ekki hef­ur verið boðað til nýs sátta­fund­ar í deil­unni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka