Fenjabátar á Borgarfjörðinn?

Loftskrúfubátarnir eru vinsælir í Ameríku, bæði til hagnýtrar notkunar og …
Loftskrúfubátarnir eru vinsælir í Ameríku, bæði til hagnýtrar notkunar og siglinga með ferðafólk.

Borgnesingar eru að athuga möguleika á því að láta smíða fyrir sig flatbytnu, loftskrúfubát, til björgunarstarfa á grynningum í Borgarfirði og innanverðum Faxaflóa.

Ef áformað tilraunaverkefni á vegum björgunarsveitarinnar Brákar tekst vel geta opnast möguleika til reksturs slíkra báta til skemmtisiglinga með ferðafólk um þetta svæði og upp með Hvítá.

Hollvinasamtök Borgarness og björgunarsveitin Brák í Borgarnesi hafa verið að sækja um styrki til að láta smíða loftskrúfubát. Kjartan Ragnarsson, fulltrúi Hollvinasamtakanna, segir að Vaxtarsamningur Vesturlands hafi kostað dýptarmælingar sem gerðar hafi verið til undirbúnings verkefninu. Kostnaður við tilraunaverkefnið í heild er áætlaður tæpar sjö milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert