Fór þangað til að finna manninn á lífi

Vélsleðasveit kom að rjúpnaskyttunni á gangi með hundinum sínum.
Vélsleðasveit kom að rjúpnaskyttunni á gangi með hundinum sínum. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

„Maður fer sáttur á koddann í kvöld,“ sagði Björn Már Björnsson, björgunarsveitarmaður frá Dalvík. Hann var í sex manna leitarhópi sem fann rjúpnaskyttuna á mel í nágrenni við Sauðá. Maðurinn hafði verið týndur í einn og hálfan sólarhring.

Frétt mbl.is: Rjúpnaskyttan fundin

Björg­un­ar­sveit­ar­menn á vélsleðum fundu mann­inn þar sem hann var á gangi ásamt hundi sín­um á aust­an­verðum Ket­ilsstaðahálsi um kl. 10 í morg­un. Hlúð var að mann­in­um á staðnum þar til þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar kom og flutti hann til byggða.

„Skyggnið var gott í morgun og við vorum komnir upp á fellið rétt undir birtingu. Hann stóð þarna á mel. Einn úr hópnum rak augun í hann úr talsverðri fjarlægð og við keyrðum að honum.“

Björn sagði í samtali við mbl.is að maðurinn hefði borið sig vel miðað við hvað hann hefði gengið í gegnum. Hann hefði þó verið kaldur og hrakinn eins og gæfi að skilja. Aðstæður við leit voru mjög erfiðar en mikið bætti í snjó frá því um miðjan dag á föstu­degi og þar til maður­inn fannst í talsverðri fjarlægð frá næstu byggð. 

„Það gekk á með éljum og hreinlega snjóbyl í gær og menn voru í miklu brasi. Ég get ekki sett mig í þau spor að vera búinn að vera á annan sólarhring og ætla að labba á næsta bæ. Ég get ímyndað mér að ef menn eru áttavilltir þá er ekki auðvelt að feta sig áfram og taka réttar ákvarðanir,“ sagði Björn Már og bætti við að hann hefði ekki leyft sér að hugsa til þess að finna manninn án lífsmarka. 

„Við erum í þessu verkefni af fullum krafti allan tímann sem við erum að sinna þessu. Ég fór þangað upp til að finna manninn á lífi. Það er það sem ber mann áfram í þessu.“

Allir eiga hrós skilið

Allt að 440 aðilar frá fjölda viðbragðsstofnana komu að þess­ari leit með ein­um eða öðrum hætti. Í sex manna leitarhópnum voru tveir frá Hjálparsveit skáta í Garðabæ, tveir frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi og tveir frá Björgunarsveit Dalvíkur sem Björn Már er hluti af.

Ég var bara eitt peð í um 440 manna hópi og allir voru að leggja sitt af mörkum. Að vinna í þessum hóp sem mér finnst vera óstöðvandi finnst mér frábært og hvert einasta mannsbarn sem kom að þessari aðgerð á hrós skilið. Þó svo að einhver sleðahópur hafi rekið augun í hann þá eiga allir skilið klapp á bakið fyrir þetta.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka