Fór þangað til að finna manninn á lífi

Vélsleðasveit kom að rjúpnaskyttunni á gangi með hundinum sínum.
Vélsleðasveit kom að rjúpnaskyttunni á gangi með hundinum sínum. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

„Maður fer sátt­ur á kodd­ann í kvöld,“ sagði Björn Már Björns­son, björg­un­ar­sveit­armaður frá Dal­vík. Hann var í sex manna leit­ar­hópi sem fann rjúpna­skytt­una á mel í ná­grenni við Sauðá. Maður­inn hafði verið týnd­ur í einn og hálf­an sól­ar­hring.

Frétt mbl.is: Rjúpna­skytt­an fund­in

Björg­un­ar­sveit­ar­menn á vélsleðum fundu mann­inn þar sem hann var á gangi ásamt hundi sín­um á aust­an­verðum Ket­ilsstaðahálsi um kl. 10 í morg­un. Hlúð var að mann­in­um á staðnum þar til þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar kom og flutti hann til byggða.

„Skyggnið var gott í morg­un og við vor­um komn­ir upp á fellið rétt und­ir birt­ingu. Hann stóð þarna á mel. Einn úr hópn­um rak aug­un í hann úr tals­verðri fjar­lægð og við keyrðum að hon­um.“

Björn sagði í sam­tali við mbl.is að maður­inn hefði borið sig vel miðað við hvað hann hefði gengið í gegn­um. Hann hefði þó verið kald­ur og hrak­inn eins og gæfi að skilja. Aðstæður við leit voru mjög erfiðar en mikið bætti í snjó frá því um miðjan dag á föstu­degi og þar til maður­inn fannst í tals­verðri fjar­lægð frá næstu byggð. 

„Það gekk á með élj­um og hrein­lega snjó­byl í gær og menn voru í miklu brasi. Ég get ekki sett mig í þau spor að vera bú­inn að vera á ann­an sól­ar­hring og ætla að labba á næsta bæ. Ég get ímyndað mér að ef menn eru átta­villt­ir þá er ekki auðvelt að feta sig áfram og taka rétt­ar ákv­arðanir,“ sagði Björn Már og bætti við að hann hefði ekki leyft sér að hugsa til þess að finna mann­inn án lífs­marka. 

„Við erum í þessu verk­efni af full­um krafti all­an tím­ann sem við erum að sinna þessu. Ég fór þangað upp til að finna mann­inn á lífi. Það er það sem ber mann áfram í þessu.“

All­ir eiga hrós skilið

Allt að 440 aðilar frá fjölda viðbragðsstofn­ana komu að þess­ari leit með ein­um eða öðrum hætti. Í sex manna leit­ar­hópn­um voru tveir frá Hjálp­ar­sveit skáta í Garðabæ, tveir frá Hjálp­ar­sveit skáta í Kópa­vogi og tveir frá Björg­un­ar­sveit Dal­vík­ur sem Björn Már er hluti af.

Ég var bara eitt peð í um 440 manna hópi og all­ir voru að leggja sitt af mörk­um. Að vinna í þess­um hóp sem mér finnst vera óstöðvandi finnst mér frá­bært og hvert ein­asta manns­barn sem kom að þess­ari aðgerð á hrós skilið. Þó svo að ein­hver sleðahóp­ur hafi rekið aug­un í hann þá eiga all­ir skilið klapp á bakið fyr­ir þetta.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert