Berþóra Jónsdóttir,
Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður hjá Mýflugi og stjórnarmaður í Hjartanu í Vatnsmýri , lenti á Reykjavíkurflugvelli með veikan sjúkling á þriðjudagsmorgun í þeim hámarksvindi sem vélar flugfélagsins leyfa.
Hann lýsir yfir miklum áhyggjum sínum af sjúkraflugi félagsins í vetur, en Mýflug sér um nánast allt sjúkraflug á Íslandi ásamt Landhelgisgæslunni.
„Þegar við fórum af stað í sjúkraflugið þennan dag vissum við ekki hvort við gætum lent í Reykjavík því vindstyrkurinn breyttist mikið á leiðinni. Það munaði mjög litlu að ég þyrfti að snúa við. Ef neyðarbrautin hefði verið opin hefði þetta ekki verið neitt mál,“ segir Þorkell. Þetta tilfelli hafi verið alveg á mörkunum og því sé hann afar áhyggjufullur vegna stöðu mála þar sem engin slík braut sé til staðar núna.