Vatnsyfirborðið nærri brúnni

Í vatnavöxtum liðinna vikna fór yfirborð árinnar upp að brúnni. …
Í vatnavöxtum liðinna vikna fór yfirborð árinnar upp að brúnni. Borgin mun fylgjast með.

Gangandi vegfarendur veittu því athygli í liðinni viku að svo virtist sem nýleg göngubrú sem lögð hefur verið til móts við Sprengisand í Elliðaárdal væri of lágreist.

Þannig náði vatnsyfirborð Elliðaáa upp að brúnni og ekki mátti miklu muna að þar flæddi yfir.

Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins um brúna segir að vatnavextir hafi verið með mesta móti í síðustu vikur. „Óvenjumikil úrkoma hefur verið í borginni undanfarnar vikur og því hefur vatnsborð Elliðaáa verið óvenju hátt. Á vefsíðu Veðurstofunnar kemur m.a. fram að úrkoma í liðnum mánuði hafi verið sú langmesta sem vitað er um í október,“ segir í svarinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka