Kennarar hætti að enda á botninum

„Þetta snýst fyrst og fremst um að brjóta upp þetta mynstur að kennarar eða launahækkanir til kennara meintar eða raunverulegar séu notaðar til að réttlæta það að aðrir fái hærri launahækkanir og að kennarar endi á botninum einu sinni enn,“ sagði Ragnar Þór Pétursson kennari í Norðlingaskóla eftir að kennarar þar lögðu niður störf í dag kl. 13:30.

mbl.is var á staðnum þegar nemendur skólans voru beðnir um að fara fyrr heim í dag þegar grunnskólakennarar um allt land lögðu niður störf. Hjördís Albertsdóttir kennari við skólann segist vera að sækja um starf á öðrum vettvangi og að fjölmargir kennarar við skólann séu farnir að huga að uppsögnum.

Fyrr í dag bárust fréttir af því að 21 kennari við Seljaskóla hefði sent inn uppsagnarbréf.

mbl.is var í Norðlingaskóla þegar kennarar lögðu niður störf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert