Staðreynd að fólk deyr á biðlistum

Mikið álag hefur verið á Landspítalanum.
Mikið álag hefur verið á Landspítalanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stífla í starfsemi Landspítalans veldur áhyggjum forsvarsmanna Hjartaheilla og Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Álag hefur aukist á bráðamóttökunni og mikil þörf er á frekari úrbótum fyrir sjúklinga sem geta útskrifast en komast ekki af Landspítalanum, þar sem önnur úrræði standa ekki til boða.

Biðtími í hjartaþræðingar er mikið áhyggjuefni, enda veita niðurstöður slíkra rannsókna fyrstu vísbendingar um hvort viðkomandi sé alvarlega veikur eða ekki. Morgunblaðið greindi frá því í síðustu viku að þeim sem biðu lengur en 90 daga eftir hjarta- og/eða kransæðamyndatöku hefði fjölgað talsvert frá því í júní, eða um 34%.

„Ef biðlistar fara aftur að myndast líst mér ekki á stöðuna. Það er staðreynd að ákveðnar prósentur sjúklinga deyja á biðlistum. Það eru alþjóðlegar tölur og við erum ekkert undanskilin með það,“segir  Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla – Landssamtaka hjartasjúklinga, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert