Stærsta hópuppsögn kennara í 20 ár

Gaman í skólanum.
Gaman í skólanum. mbl.is/RAX

Tæp­lega 30 grunn­skóla­kenn­ar­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hafa sagt upp störf­um frá því kjara­deila kenn­ara hófst, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Í gær og dag hef­ur 21 kenn­ari sagt upp störf­um í Selja­skóla. Að sögn skóla­stjóra Selja­skóla er þetta stærsta hópupp­sögn grunn­skóla­kenn­ara á tæp­lega 20 árum.     

„Þetta er erfið staða sem við þurf­um að vinna okk­ur í gegn­um. Við byrj­um á því að heyra í yf­ir­mönn­um okk­ar á skóla- og frí­stund­ar­sviði og fá aðstoð við að tak­ast á við þetta,“ seg­ir Magnús Þór Jóns­son skóla­stjóri Selja­skóla.

Hann ít­rek­ar að samn­ing­ar verði að nást við kenn­ara sem fyrst. Það myndi skýra mynd­ina og hafa tölu­verð áhrif á stöðuna.    

Upp­sagn­ir í Selja­skóla eru þversk­urður af skóla­sam­fé­lag­inu. Kenn­ar­arn­ir eru þó flest­ir 55 ára eða yngri.  

Börn­in vilja ekki missa kenn­ara sína

Börn­in verða vör við umræðuna, að sögn Magnús­ar. 

„Við heyr­um áhyggjuradd­ir for­eldra og barna í skól­an­um yfir ástand­inu. Í nú­tíma­sam­fé­lagi eru börn­in tengd­ar sam­fé­lag­inu með meira upp­lýs­ingaflæði. Í því ljósi verðum við að fara vel yfir stöðuna og hvernig við bregðumst við. Nem­end­um þykir vænt um kenn­ar­ana sína og ótt­ast mjög að þeir fari. Við höf­um skyld­um að gegna gagn­vart börn­un­um. Og það er full­orðna fólks­ins að fara að leysa þetta,” seg­ir Magnús. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert