Kallar eftir ríkisstjórn VAD

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. mbl.is/Árni Sæberg

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja, kall­ar eft­ir því að nú verði mynduð rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Vinstri grænna og Bjartr­ar framtíðar (eða Viðreisn­ar) og með því sköpuð rík­is­stjórn með breiða skír­skot­un til að leiða til lykta deilu um Evr­ópu­sam­bandið, upp­bygg­ingu vel­ferðar­kerf­is­ins, virkj­an­ir, gjald­töku á ferðamanna­stöðum o.fl. Þetta kem­ur fram í færslu á heimasíðu hans.

Elliði viður­kenn­ir að hann hafi verið dá­lítið feg­inn að Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, hafi ekki tek­ist að mynda hægri stjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. „Mér fannst meiri­hlut­inn of tæp­ur og hafði ekki sann­fær­ingu fyr­ir því að sú rík­is­stjórn hefði orðið sú besta fyr­ir land og þjóð,“ seg­ir hann. Þá seg­ist hann óstjórn­lega feg­inn að Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni Vinstri grænna, hafi ekki tek­ist að mynda rík­is­stjórn, en ljóst varð um viðræðuslit þar í dag.

„Staðreynd­in er sú að við sem þjóð stönd­um núna frammi fyr­ir sögu­leg­um tæki­fær­um til að leiða í jörð deil­ur og illindi sem klofið hafa þjóðina og valdið mikl­um skaða,“ seg­ir Elliði og vís­ar til þess að sterk stjórn geti skapað sátt um sjáv­ar­út­vegs­mál, land­búnaðar­mál, byggðamál og margt annað. „Auðvitað þurfa þá báðir aðilar að gefa eft­ir, en þannig ger­ast góðir hlut­ir,“ bæt­ir hann við. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Ægir Óskar Hall­gríms­son: B+D+V
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert