Landspítalinn tekur undir þá gagnrýni á fjölmiðla sem Friðrik Rúnar Garðarsson rjúpnaskytta setti fram á Facebook-síðu sinni í dag, en þar setti hann út á það sem hann kallaði aðgangshörku fjölmiðla við og eftir komu hans á Landspítalann.
Í færslu á Facebook-síðu Landspítalans segir að tekið sé undir þessa gagnrýni sem hafi birst í dag á viðveru fjölmiðla þegar sjúklingur sé fluttur á spítalann úr þyrlu. „Fjölmiðlar biðu við þyrlupall spítalans sem er á opnu svæði þar sem örðugt er að setja umferð skorður. Landspítali harmar þetta atvik, enda annt um friðhelgi einkalífs allra þeirra sem til spítalans leita,“ segir í pósti spítalans og er biðlað til fjölmiðla að sýna nærgætni í umfjöllun sinni af slíkum málum.
Frétt mbl.is: Ævilöng skuldbinding um að vera ábyrgari