Pétur á Útvarpi Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu

Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu.
Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur ákært Pét­ur Gunn­laugs­son, lög­mann og út­varps­mann á Útvarpi Sögu, fyr­ir hat­ursorðræðu og út­breiðslu hat­urs með því að hafa í sam­ræðum við hlust­end­ur stöðvar­inn­ar látið um­mæli falla sem voru hat­urs­full í garð sam­kyn­hneigðra. Þetta staðfesta bæði Pét­ur og Arnþrúður Karls­dótt­ir, út­varps­stjóri stöðvar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is, en Pét­ur greindi frá mál­inu í þætti sín­um á út­varps­stöðinni fyrr í dag.

Málið á ræt­ur sín­ar að rekja til þess að 20. apríl í fyrra var til­kynnt að hinseg­in fræðsla yrði hluti af kennslu­efni grunn­skóla í Hafnar­f­irði. Í kjöl­farið urðu tals­verðar umræður um málið í síma­tíma á Útvarpi Sögu. Hringdu hlust­end­ur inn sem höfðu skoðanir um málið og féllu á þeim tíma þau um­mæli sem ákært er fyr­ir.

Pét­ur seg­ir að hann sé mjög ósátt­ur við að vera sakaður um hat­ursorðræðu sem hann hafi ekki gerst sek­ur um. Rifjar hann upp að upp­haf­lega hafi Sam­tök­in 78 kært málið til lög­reglu sem hafi vísað mál­inu frá. Síðar hafi málið farið til rík­is­sak­sókn­ara sem hafi farið fram á saka­mál­a­rann­sókn og niðurstaða þess sé nú þessi ákæra.

Seg­ir Pét­ur að hann hafi bara verið að hlusta á það sem hlust­end­ur stöðvar­inn­ar hefðu að segja og að hann hafi ekki úti­lokað viðhorf þeirra sem hringdu inn. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem hlust­end­ur segja,“ seg­ir Pét­ur. Tel­ur hann ákær­una vera eins­dæmi gegn fjöl­miðlafólki og vegi að tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðlamanna.Tel­ur hann vinnu­brögð lög­regl­unn­ar í mál­inu óvönduð.

Arnþrúður seg­ir að ákært sé fyr­ir 233. grein a í al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um. Er þar lagt bann við hat­ursorðræðu og eru viður­lög allt að tveim­ur árum fyr­ir brot: [233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smán­un, ógn­un eða á ann­an hátt ræðst op­in­ber­lega á hóp manna vegna þjóðern­is þeirra, litar­hátt­ar, kynþátt­ar eða trú­ar­bragða sæti sekt­um, varðhaldi eða fang­elsi allt að 2 árum.]

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert