Trúboði gerði Hnífsdælingum lífið leitt

Hnífsdalur.
Hnífsdalur. www.mats.is

Ónæði hlaust af öfgatrúboða sem gekk um götur Hnífsdals í gærkvöldi og predikaði trúarboðskap. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

Samkvæmt íbúum í Hnífsdal gekk maðurinn um götur bæjarins með skilti og nam staðar fyrir utan hús og hrópaði þar boðskap þess efnis að íbúar færu til helvítis. Íbúum stóð ekki á sama og höfðu samband við lögregluna á Vestfjörðum sem kom og ræddi við manninn.

Lögreglan mætti á svæðið og ræddi við manninn, og upplýstu hann um að kvartanir hefðu borist vegna ónæðis af hans völdum. Lögreglan hafði ekki frekari afskipti af honum þar sem manninum er frjálst að bera út boðskap sinn.

Maðurinn er á ferðalagi um Ísland ásamt eiginkonu sinni en þau voru handtekin í Reykjavík í haust fyrir að angra hóp menntskælinga í Reykjavík og predika yfir þeim um samkynhneigð og kynlíf fyrir hjónaband.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert