„Aldrei séð þetta áður“

„Við höfum aldrei séð þetta fyrr, þetta er algjörlega nýtt, sjálfsprottið og greinilega tekið upp að bandarískri fyrirmynd,“ segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um umfangið á svörtum föstudegi. Afslættirnir sem séu í boði á þessum tíma árs séu alger nýjung á íslenskum markaði, en í sumar buðu verslanir allt að 75% afslátt af völdum vörum í tilefni af deginum.

Hvaða áhrif hefðin mun hafa á íslenska verslun og neyslumynstur þjóðarinnar segir hann erfiðara að segja til um. „Þetta er fyrsta árið sem þetta tekur flugið alveg eins og sést í blöðunum í morgun. Neytandinn kann alveg á mynstrið í þessu, neytandinn veit alveg hvernig hlutirnir gerast á þessum markaði og lagar sig bara að því.“ Því verði áhugavert að sjá hvaða áhrif þessir miklu afslættir hafi á jólaverslunina í ár.

mbl.is ræddi við Andrés og kom við í Rúmfatalagernum og Elko í dag þar sem mikill erill var þegar fólk nýtti sér tilboð dagsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert