Íslensk eldfjöll hiti upp bresk hús

Franska  eignastýringarfyrirtækið Meridiam sem sérhæfir í fjárfestingum í þjóðhagslegum innviðum hefur tekið að sér að fjármagna lagningu rafstrengs sem ætlað er að flytja íslenska raforku til Bretlands til að hita upp og lýsa bresk heimili.

Um er að ræða lagningu um 1.600 kílómetra langs rafstrengs milli Íslands og Skotlands, en Sky-sjónvarpsstöðin talar um að orka íslenskra eldfjalla muni undir lok ársins 2022 hita upp heimili Breta, nái áformin fram að ganga.

Verkefnið gengur undir heitinu „Atlantshafs ofurtengingin“ og er hvatamaður að því fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnson utanríkisráðherra, Edmund Truell. Hafa lífeyris- og aðprir fjárfestingarsjóðir í Kína, Kanada, Miðausturlöndum og Singapúr sett sig í samband við fyrirtæki hans, Disruptive Capital, um þátttöku í verkefninu. Hafa þeir boðist til að fjárfesta a.m.k. 3,5 milljónir punda í strengnum sem með öllu er talinn munu kosta um 30 milljónir sterlingspund.

Truell segir að rafstrengurinn og íslenska raforkan sé mun skilvirkara verkefni að ráðast í en bygging ráðgerðs kjarnorkuvers í Hinkley Point í Somersetskíri. Hann hefur unnið að þessu verkefni frá því snemma árs 2014 og fékk á sínum tíma stuðning þáverandi forsætisráðherra Breta, David Camerons, við það. Lét Cameron gera áreiðanleikaúttekt á rafstrengnum áður en hann hvarf úr starfi.

Meðal stærstu viðfangsefna Meridiam um þessar mundir er fjármögnun stækkunar La Guardia flugvallarins í New York.

Edmund Truell:
Edmund Truell:
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert