Óslóartréð tendrað í 64. skipti

Þetta er í 64. skipti sem ljósin á Oslóartrénu eru …
Þetta er í 64. skipti sem ljósin á Oslóartrénu eru kveikt á Austurvelli. Eggert Jóhannesson

Ljósin á Óslóartrénu á Austurvelli voru tendruð í dag, en þetta er í 64. skipti sem það er gert. Jólatréð er 12 metra hátt íslenskt grenitré úr norska lundinum í Heiðmörk. Fjöldi fólks var saman kominn við athöfnina, en auk þess var skemmtidagskrá fyrir gesti. 

Það var Völundur Ingi Steen Bjarnason, 7 ára norsk-íslenskur drengur, sem kveikti á jólaljósunum í ár. Tendrun jólaljósanna á Óslóartrénu markar upphaf aðventunnar í borginni og minnir sem fyrr á áratuga vinasamband Reykjavíkur og Óslóarborgar.



Salka Sól og Valdimar sungu inn aðventuna fyrir viðstadda og Lúðrasveit Reykjavíkur flutti nokkur vel valin lög. Þá kíktu jólasveinar í bæinn og skemmtu börnum og fullorðnum. Gerður G. Bjarklind kynnti dagskrána, en þetta er í 17. skiptið sem hún gerir það.

Pottaskefill, ellefti jólaóróinn í jólasveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, prýðir jólatréð. Í honum sameinast íslenskur menningararfur, hönnun og mikilsvert málefni. Allur ágóði af sölu hans rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Signý Kolbeinsdóttir hannaði óróann og leggur Snæbjörn Ragnarsson skáld til túlkunina. Júlía Óskarsdóttir, verðlaunahafi í stóru upplestrarkeppni grunnskólanna, flutti í dag kvæði Snæbjörns um Pottaskefil.

Frá Austurvelli.
Frá Austurvelli. Eggert Jóhannesson
Ljósin kveikt á Oslóartrénu á Austurvelli í dag.
Ljósin kveikt á Oslóartrénu á Austurvelli í dag. Eggert Jóhannesson
Gerður G. Bjarklind.
Gerður G. Bjarklind. Eggert Jóhannesson
Salka Sól og Valdimar sungu við athöfnina.
Salka Sól og Valdimar sungu við athöfnina. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert