„Agenda“ RÚV og „góða fólksins“

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Fyrrverandi formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir, gagnrýnir RÚV og „góða fólkið“ eftir umfjöllun Kastljóss um blekkingar Brúneggs í garð neytenda.

Hún segir ljóst að rekstraraðilinn, Brúnegg, muni ekki standa upp aftur. Fyrirtækið seldi egg sem áttu að vera vistvæn á tæplega 40% hærra verði en önnur búrhænuegg enda væru þau merkt vistvæn landbúnaðarafurð.

Eftir umfjöllun Kastljóss stendur þessi rekstraraðili ekki upp meir - enda leikurinn gerður til þess að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og "góða fólksins",“ skrifar Vigdís á Facebook-síðu sína í morgun.

Vefsíða Brúneggs, brunegg.is, liggur niðri eins og er, eftir áðurnefnda umfjöllun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert