Hætt að selja Brúnegg

Egg úr húsum Brúneggs að Teigi í Mosfellsbæ.
Egg úr húsum Brúneggs að Teigi í Mosfellsbæ. Ljósmynd/mbl.is

 Brúnegg hafa verið tekin úr sölu í verslunum Hagkaupa og Bónus. Þetta er gert í kjölfar Kastljóss-þáttar í gærkvöldi þar sem fjallað var um blekkingar fyrirtækisins í garð neytenda. Í gærkvöldi hættu Melabúðin og Krónan að selja vörur fyrirtækisins en meðferð á fuglum í búum Brúneggja hefur vakið mikla reiði meðal almennings, ekki síst á samfélagsmiðlum þar sem fátt annað er rætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert