Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu

Jón Valur Jensson guðfræðingur.
Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Jón Valur Jensson guðfræðingur hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu vegna þriggja færslna sem hann birti á jonvalurjenson.blog.is. Frá þessu greinir RÚV.

Frétt mbl.is: Pétur ákærður fyrir hatursorðræðu

Í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir að ummæli Jóns Vals feli í sér háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi, í garð ótilgreinds hóps manna vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra, að því er RÚV greinir frá.

Þegar RÚV hafði samband við Jón Val vildi hann lítið tjá sig en sagði ákæruna tilhæfulausa. Þá sagðist hann hneykslaður en ekkert í skrifum hans mætti flokka sem hatursorðræðu.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur m.a. ákært Jón Val fyrir eftirfarandi ummæli sem birtust á blogginu 21. apríl sl.:

„Fræðsla um fjölbreytileika mannsins“ á ekki að vera á hendi þeirra, sem hafa sína einhæfu, þröngu og skekktu sýn á kynferðismál. Samtökin 78 eru hagsmunasamtök, ekki hlutlægt og hlutlaust fræðasamfélag. Fulltrúar þessa samtaka hafa ekkert með það að gera að móta hugarfar barna, sem þeir eiga ekki […]

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert