Skattbyrði á Íslandi sú þriðja mesta

Skattbyrði á Íslandi er sú þriðja mesta í Evrópu og er einungis í Danmörku og Svíþjóð meiri skattbyrði en hér á landi.

Þetta má lesa út úr nýjum tölum frá Hagstofu Evrópu, Eurostat, að teknu tilliti til fyrirkomulags lífeyrisgreiðslna. Sé hlutfallið leiðrétt samkvæmt því þá nam það 33,1% árið 2015, samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins.

„Skattbyrði á Íslandi er mikil samanborið við aðrar þjóðir þegar leiðrétt er fyrir því að á Íslandi er sjóðsöfnunarkerfi en ekki gegnumstreymiskerfi eins og í flestum löndum í kringum okkur,“ segir Ólafur Garðar Halldórsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert