Slíkur atvinnurógur er óviðunandi

Þóra Arnórsdóttir er ritstjóri Kastljóss.
Þóra Arnórsdóttir er ritstjóri Kastljóss. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ummæli þingmannsins fyrrverandi vega alvarlega að æru og starfsheiðri fréttamanna RÚV og við það verður ekki unað. Fréttastofa RÚV krefst þess að Vigdís Hauksdóttir dragi órökstuddar og ósannar ásakanir sínar til baka.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá starfsfólki Kastljóss vegna skrifa Vigdísar Hauksdóttur, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins. Vigdís sagði til að mynda að „leikurinn“ væri gerður til þess að knésetja íslenskan landbúnað. 

Frétt mbl.is: „Agenda“ RÚV og „góða fólksins“

„Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, heldur því fram á Facebook-síðu sinni að Kastljós sé „þekkt fyrir að falsa myndir með umfjöllun“, án þess að nefna um það dæmi, enda eru þau ekki til,“ stendur í yfirlýsingunni.

„Þar gefur Vigdís í skyn að þær myndir sem héraðsdýralæknir Vesturlands tók í eftirlitsheimsóknum að Stafholtsveggjum 2 árin 2015-2016, og fylgdu skoðunarskýrslum þaðan, séu falsaðar. Hafi jafnvel verið teknar á „öðru hænsnabúi í öðru landi“. Þar er hún að vísa í umfjöllun Kastljóss um aðstæður á eggjabúum Brúneggja ehf. undanfarin ár.“

Kastljós fékk aðgang að skoðunarskýrslum frá Matvælastofnun í krafti upplýsingalaga og þeim ljósmyndum og myndböndum sem fylgdu skýrslunum. „Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“

Starfsfólk Kastljóss krefst þess að Vigdís Hauksdóttir dragi órökstuddar og …
Starfsfólk Kastljóss krefst þess að Vigdís Hauksdóttir dragi órökstuddar og ósannar ásakanir sínar til baka.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert