Óþolandi að menn hagi sér svona

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var mjög sjokk­er­andi og ljóst að þetta kall­ar á ein­hver viðbrögð frá okk­ur. Við erum bara að fara yfir mál­in akkúrat núna,“ seg­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs-og land­búnaðarráðherra, í sam­tali við mbl.is.

Kast­ljósþátt­ur gær­kvölds­ins vakti hörð viðbrögð en þar kom fram að eggja­f­ram­leiðand­inn Brúnegg blekkti neyt­end­ur með sölu á vist­væn­um eggj­um fyr­ir­tæk­is­ins. Starfs­fólk Mat­væla­stofn­un­ar hef­ur ít­rekað gert at­huga­semd­ir við aðbúnað á eggja­bú­um Brúneggja.

„Auðvitað er það slæmt. Við þurf­um að fá ein­hvern til að fara yfir hvort ferl­arn­ir og annað hafi verið í lagi. Ein­hvers staðar er pott­ur brot­inn í verklag­inu, það er al­veg ljóst,“ seg­ir Gunn­ar.

Spurður hvort það sé ekki of seint að bregðast við mál­inu núna seg­ir Gunn­ar að það þurfi að passa að svona nokkuð ger­ist ekki aft­ur. „Það er aldrei of seint að koma í veg fyr­ir það. Þetta er vit­an­lega al­veg óþolandi, að menn skuli haga sér svona.

Gunn­ar vildi ekki tjá sig um hvort eða hvernig ætti að refsa mönn­um sem yrðu upp­vís­ir að dýr­aníði eins og sást í Kast­ljósþætt­in­um. „Ég ætla ekk­ert að tjá mig um það neitt en það eru ákveðin lög og regl­ur sem gilda og við þurf­um að fara yfir hvort þau eru nóg sterk og hvort eft­ir­litsaðilar hafi brugðist. Það þurf­um við að gera.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert