„Við höfum ekkert að fela“

Framkvæmdastjóri Brúneggs segir að það gæti reynst erfitt að endurvinna …
Framkvæmdastjóri Brúneggs segir að það gæti reynst erfitt að endurvinna traust.

Það eru marg­ar hliðar á þessu máli,“ seg­ir Krist­inn Gylfi Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Brúneggja, í sam­tali við mbl.is. Eins og kom fram í Kast­ljósi í gær­kvöldi hafa Brúnegg blekkt neyt­end­ur um ára­bil en fyr­ir­tækið seldi egg sem áttu að vera vist­væn á tæp­lega 40% hærra verði en búr­hænu­egg, enda voru þau merkt vist­væn land­búnaðar­af­urð.

Marg­ar versl­an­ir hafa ákveðið að taka egg­in úr sölu hjá sér og því ljóst að rekstr­arstaða fyr­ir­tæk­is­ins er viðkvæm. Mela­búðin, Krón­an, Hag­kaup, Bón­us, Kost­ur og Sam­kaup hafa all­ar tekið egg­in úr sölu.

Staðan er erfið. Flest­ir okk­ar viðskipta­vin­ir, sem kaupa egg af okk­ur, hafa sagt upp viðskipt­um við okk­ur, eins og staðan er í augna­blik­inu,“ seg­ir Krist­inn en ætl­un­in sé að sýna fram á að rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins sé í góðu lagi.

„Við ætl­um að bjóða fjöl­miðlum að koma og sjá hvernig búrekst­ur­inn er hjá okk­ur og einnig versl­un­ar- og viðskipta­mönn­um til að þeir geti séð hvernig staðan er hjá okk­ur. Þá sjá­um við hvort við get­um end­urunnið traust á þeim grunni til að viðskipti geti haf­ist aft­ur.“

Krist­inn tel­ur að hlut­irn­ir séu í lagi hjá fyr­ir­tæk­inu „og við höf­um fullt leyfi til að fram­leiða okk­ar vöru og erum með fullt starfs­leyfi.“ Hins veg­ar geti það vel verið að erfitt verði að end­ur­vinna rúið traust.

„Þetta voru hins veg­ar upp­lýs­ing­ar liðsins tíma og dæmi um ákveðin frá­vik sem skýrt var frá, sem eru auðvitað frá­vik frá eðli­leg­um rekstri og eru alls ekki lýs­andi dæmi um hvernig hef­ur verið á okk­ar búum í gegn­um árin,“ sagði Krist­inn. „Við höf­um ekk­ert að fela.

Aðspurður seg­ist hann ekki hafa hug­mynd hvað ger­ist ef fyr­ir­tækið fer á haus­inn. „Það get­ur vel verið að við verðum að loka okk­ar rekstri al­farið. Ég veit ekk­ert hvað ger­ist þá.

Kristinn Gylfi Jónsson á Brúnegg ásamt bróður sínum Birni.
Krist­inn Gylfi Jóns­son á Brúnegg ásamt bróður sín­um Birni. mbl.is/​Helgi Bjarna­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert