„Hanga á Facebook-síðum almennings“

Vigdís Hauksdóttir var formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Vigdís Hauksdóttir var formaður fjárlaganefndar Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vigdís Hauksdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, spyr hvort vinnubrögð RÚV séu sæmandi fjölmiðli í almannaþágu. „Að hanga á Facebook-síðum almennings.“

Þetta skrifar Vigdís á Facebook í gær eftir að starfsmenn Kastljóss gagnrýndu færslu Vigdísar fyrr um daginn vegna umfjöllunar sjónvarpsþáttarins um fyrirtækið Brúnegg.

Frétt mbl.is: Slíkur atvinnurógur er óviðunandi

Frétt mbl.is: „Agenda RÚV og „góða fólksins“

Þar seg­ir Vigdís ljóst að rekstr­araðil­inn, Brúnegg, muni ekki standa upp aft­ur. Fyr­ir­tækið seldi egg sem áttu að vera vist­væn á tæp­lega 40% hærra verði en önn­ur búr­hænu­egg enda væru þau merkt vist­væn land­búnaðar­af­urð.

Eft­ir um­fjöll­un Kast­ljóss stend­ur þessi rekstr­araðili ekki upp meir – enda leik­ur­inn gerður til þess að kné­setja ís­lensk­an land­búnað – það er ag­enda RÚV og "góða fólks­ins",“ skrif­ar Vig­dís á Face­book-síðu sína í gærmorg­un.

Kastljós hefur „tekið fólk af lífi“

Nýja færslan hjá Vigdísi er eftirfarandi:

„Endanlega sannaðist það í dag á hvaða plani Kastljósið/RÚV er þegar birt var yfirlýsing frá umsjónarmönnum Kastljóss þar sem þeir voru búnir að lepja upp facebook status frá mér, comment og hugleiðingar – og farið er fram á afsökunarbeiðni frá mér
Eru þessi vinnubrögð RÚV sæmandi fjölmiðli í almannaþágu – að hanga á facebooksíðum almennings?
Þarf Kastljós ekki að biðja fjölda einstaklinga afsökunar þegar þeir hafa „tekið fólk af lífi“ án dóms og laga í réttarríki – og afhent dómstóli götunnar eftirleikinn?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert