Helmingsaukning hefur orðið í fjölda sektarboða í gegnum hraðamyndavélar það sem af er þessu ári miðað við allt árið 2014.
Fjölgun ferðamanna er sögð vera helsta ástæðan þó hraðamyndavél í ómerktum bíl á höfuðborgarsvæðinu eigi einnig hlut að máli. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fást einungis um 45% sekta erlendra ferðamannna greidd.
Fjölgun sekta það sem af er ári miðað við árið 2015 nemur um 26% þrátt fyrir að enn sé mánuður eftir af árinu. Það sem af er ári hafa 42.677 sektir verið gefnar út vegna hraðamyndavéla. Á síðasta ári voru þær 33.811 en árið 2014 voru þær 28.306.