Sex sinnum skotið á hraðamyndavél

Hraðamyndavélarnar fá ekki að vera í friði fyrir skemmdarvörgum.
Hraðamyndavélarnar fá ekki að vera í friði fyrir skemmdarvörgum.

Skotið var sex sinnum með haglabyssu á hraðamyndavél, sem var á gatnamótum Stekkjarbakka og Breiðholtsbrautar, í janúar á þessu ári. Hún hefur verið ónothæf síðan.

Að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er íbúabyggð í næsta nágrenni.

„Það eru stór fjölbýlishús í innan við 100 metra fjarlægð og nærliggjandi raðhúsahverfi í Bökkunum og í Seljahverfi,“ segir Ásgeir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert