Kólnar en áfram milt

Spákort fyrir þriðjudaginn 6. desember.
Spákort fyrir þriðjudaginn 6. desember. Skjáskot/veðurvefur mbl.is

„Það má segja að það sé lík­lega að sjá fyr­ir end­ann á hlý­ind­un­um,“ seg­ir Har­ald­ur Ei­ríks­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, um veður­horf­ur næstu daga. „Þetta fer að síga nær meðallag­inu.“

Mjög hlýtt hef­ur verið á land­inu und­an­farna daga og mánuði. „Októ­ber og nóv­em­ber hafa verið af­brigðilega hlý­ir, má segja,“ seg­ir Har­ald­ur. Á vef Veður­stofu Íslands seg­ir að mesti hiti á land­inu í dag sé á Dala­tanga en þar er 16,2 stiga hiti. Þá eru 14,9 stig á Eskif­irði og 12,3 stig í Nes­kaupstað.

Veður­vef­ur mbl.is

Har­ald­ur seg­ir þó að veðrið verði lík­lega áfram milt, sér­stak­lega á Suður­landi. „Á þriðju­dag er frost­laust á sunn­an­verðu land­inu en fyr­ir norðan fer hann aðeins að síga í kring­um frost­markið. Þriðju­dag og miðviku­dag er þetta svona austanátt, lík­lega ein­hver bleyta sunn­an til en lík­lega þurrt fyr­ir norðan.“

Hann seg­ir að bú­ast megi við vægu frosti á Norður­landi á fimmtu­dag og mögu­leg­um élj­um. „Ef við töl­um um næstu helgi gæti snjóað eitt­hvað fyr­ir norðan og aust­an en lík­lega verður áfram frost­laust á Suður­landi.“ Næstu vik­una er því ekki von á snjó­komu á höfuðborg­ar­svæðinu.

Har­ald­ur vill lítið segja til um lang­tíma­horf­ur og jóla­veðrið í ár. „Það yrði ekk­ert að marka neina spá sem yrði gef­in út núna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert