Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við íbúðasvindli á netinu. Hún segir að besta vörnin sé að sýna alltaf smá tortryggni.
Í tilkynningu á Facebook-síðu sinni segir lögreglan að best sé að varast öll frávik í eðlilegum samskiptum varðandi leigu á húsnæði.
Ef íbúðin er erlendis er best að nota Google Maps til að skoða umhverfið og meta hvort húsnæðið sé rétt.