Lífeyrisréttindi á jólaþingi

Jafna þarf réttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði.
Jafna þarf réttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. mbl.is/Styrmir Kári

„Náist ekki að ljúka málinu fyrir áramót er ljóst að það þýðir gríðarlegan halla á ríkissjóði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurður um væntanlegt frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda.

„Ég veit ekki hvort það verður lagt fram en ég vona það. Vegna þeirra reglna sem settar hafa verið um ríkisfjármálin, þ.e. að skila þarf afgangi af meðaltali hverra fimm ára, þyrftum við að ráðast í verulegan niðurskurð í opinberri þjónustu á næstu árum. Það held ég að enginn vilji.“

Jöfnun lífeyrisréttinda er hluti af Salek-samstarfinu svokallaða, en ekki náðist samkomulag á Alþingi fyrir þingkosningar um að frumvarp fjármálaráðherra næði fram að ganga. Í kjölfarið ákváðu aðilar vinnumarkaðarins að setja Salek-samstarfið á ís.

Í Morgunblaðinu í dag segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, mikilvægt að ljúka málinu en á forsendum samkomulags sem helstu samtök launamanna hins opinbera, sveitarfélög og ríki gerðu um málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert