Nær allar ferðir uppbókaðar yfir hátíðir

Ferðamönnum hefur fjölgað mikið milli ára yfir vetrartímann og íslensk …
Ferðamönnum hefur fjölgað mikið milli ára yfir vetrartímann og íslensk ferðaþjónusta þróast á sama tíma. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við höfum verið að þróa ferðirnar okkar til að mæta ferðamanninum með nýjungar fyrir jól og áramót en við bjóðum upp á ferðir yfir hátíðarnar.“

Þetta segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray line Iceland, í umfjöllun um ferðamennskuna um jól og áramót, en fyrirtækið hefur sérhæft sig í skoðunarferðum um landið fyrir ferðamenn og mikil vöruþróun hefur átt sér stað innan fyrirtækisins í gegnum árin.

„Við erum til dæmis með sérstakar áramótaferðir þar sem við leyfum ferðamanninum að fylgjast með því hvernig Íslendingurinn heldur upp á áramótin. Farið er á brennu og fylgst með flugeldasýningu og fleira til að gera þeim kleift að lifa sig inn í áramótahefðirnar okkar. Þetta eru allt ferðir með leiðsögn,“ segir Þórdís Lóa en ásóknin í ferðir hjá þeim hefur aukist mjög á milli ára. „Það er fjórfalt meira bókað í áramótaferðina okkar núna en í fyrra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert