Munurinn á við 2,5 skólaár

Svo virðist sem róður ungmenna af fyrstu kynslóð innflytjenda sé …
Svo virðist sem róður ungmenna af fyrstu kynslóð innflytjenda sé þungur hvað varðar möguleika þeirra til að uppfylla persónulegar, námslegar og samfélagslegar þarfir sínar hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mik­il fjölg­un hef­ur orðið á Íslandi á fjölda nem­enda með er­lend­an bak­grunn. Aukn­ing í fjölda inn­flytj­enda í grunn­skól­um skýr­ir ekki dræm­ar niður­stöður Íslands í PISA-könn­un­inni en sam­kvæmt niður­stöðunum er þó tölu­verður mun­ur á ár­angri inn­fæddra og inn­flytj­enda.

Með inn­flytj­end­um er átt við fyrstu kyn­slóð inn­flytj­enda, þ.e.a.s þá nem­end­ur sem fædd­ir eru er­lend­is og eiga er­lenda for­eldra. Meðaltal í lesskiln­ingi, stærðfræði- og nátt­úru­fræðilæsi er mun lægra meðal inn­flytj­enda en inn­fæddra. Er það staðan í flest­um OECD-ríkj­un­um en Ísland er engu að síður und­ir meðaltali.

Lesskiln­ing­ur fer versn­andi

Í skýrslu Mennta­mála­stofn­un­ar seg­ir að lesskiln­ing­ur inn­flytj­enda árið 2015 sé „mun lak­ari en lesskiln­ing­ur þeirra fyrri ár og mun­ar allt að 71 stigi miðað við árið 2000, sem sam­svar­ar rúm­lega tveim­ur skóla­ár­um.“ Þá seg­ir að þegar litið er til inn­flytj­enda komi í ljós að meðal­stiga­fjöldi þeirra hafi farið lækk­andi frá ár­inu 2000. Mun­ur milli inn­fæddra og inn­flytj­enda er þá nán­ast tvö­falt meiri árið 2015 miðað við árið 2000 og fer úr 66 stig­um í 115 stig.

OECD ger­ir ráð fyr­ir 40-45 stiga mun á milli skóla­ára og á þessi mun­ur því við tvö og hálft skóla­ár milli inn­flytj­enda og inn­fæddra. Í skýrslu Mennta­mála­stofn­un­ar seg­ir: „Því má leiða lík­um að því að róður 15 ára ung­menna af fyrstu kyn­slóð inn­flytj­enda sé þung­ur hvað varðar mögu­leika þeirra til að upp­fylla per­sónu­leg­ar, náms­leg­ar og sam­fé­lags­leg­ar þarf­ir sín­ar hér á landi.“

PISA 2015 - ÍSLAND

Þarf að auka fjár­magn

Í sam­tali við mbl.is sagði Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­málaráðherra mik­il­vægt að huga að þess­um þætti í mót­töku inn­flytj­enda.

„Það er al­veg aug­ljóst þegar við erum að taka á móti barna­fjöl­skyld­um að það þarf að fylgja fjár­magn inn í mennta­kerfið til að tryggja að skól­arn­ir séu fær­ir um að veita þessa aukaþjón­ustu sem þarf til að börn­in læri ís­lensku, læri að lesa og geti orðið full­ir þátt­tak­end­ur í sam­fé­lag­inu og þar með gert ís­lenskt sam­fé­lag auðugra og betra.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert