Borgin hækkar gjaldskrár um áramótin

Gjaldskrá Bílastæðasjóðs hækkar um allt að 60%
Gjaldskrá Bílastæðasjóðs hækkar um allt að 60% mbl.is/Árni Sæberg

Borgarstjórn hefur samþykkt að hækka gjaldskrár fyrir ýmsa þjónustu sína frá og með áramótum. Að jafnaði hækka gjaldskrártekjur á hverju sviði um 2,4% en dæmi eru um mun meiri hækkanir á einstökum gjöldum.

Þannig hækkar Bílastæðasjóður aukastöðugjald um 60% og einstök gjaldsvæði hækka um 10-50%, mest fyrir fyrstu tvo tímana á gjaldsvæði 3, að því er fram kemur í umfjöllun um þessar hækkanir í Morgunblaðinu í dag.

Gjaldskrár vegna mataráskrifta og fæðisgjalda í leik- og grunnskólum haldast óbreyttar, enda hækkuðu þær síðast 1. október sl., sem varið var til hækkunar á fjárheimildum vegna hráefniskaupa, segir í greinargerð borgarstjóra til borgarstjórnar. Önnur gjöld skóla- og frístundasviðs hækka að jafnaði um 2,4% og á velferðarsviði er algeng hækkun gjalda sömuleiðis um 2,4%. Þá er velferðarsvið að hækka greiðslur til stuðningsfjölskyldna um 88%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert