Gagnrýna skipuritsbreytingar Landspítalans

Læknaráð gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki hafi verið leitað …
Læknaráð gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki hafi verið leitað formlegs álits læknaráðs á skipuritsbreytingunum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Stjórn læknaráðs Landspítalans gerir alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á skipuriti rannsóknarsviðs Landspítalans, sem kynntar voru framkvæmdastjóra rannsóknarsviðs í nóvember, og mótmælir að ekki hafi verið leitað formlegs álits læknaráðs líkt og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir.

Í ályktun læknaráðs segir að ráðið leggi áherslu á að fagleg ábyrgð á rannsóknarstofum Landspítalans verði í höndum lækna með sérfræðiþekkingu á viðkomandi sviði. Vandséð sé hvernig hægt sé að mæta viðurkenndum viðmiðunarkröfum eða tryggja öryggi sjúklinga og gæði þjónustu á rannsóknarstofum án þessa.

Gerir stjórnin þá kröfu að hæfnisviðmið og rekstur rannsóknarstofa spítalans séu í samræmi við ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu, sem og alþjóðlega og viðurkennda staðla.

Að mati stjórnar læknaráðs Landspítala þarf að bæta inn skipuritið ákvæði um gæði og öryggi sem lúti að starfsleyfi og vottun á starfsemi rannsóknarstofunnar, faglegu ákvæði sem byggi á menntun og þekkingu þeirra sem rannsóknarstofurnar heyra undir, sem og um stjórnsýslu og ákvæði íslenskra laga um heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsfólk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert