Meint fölsun á verki Svavars boðin upp

Composition ’42 eftir Svavar Guðnason til vinstri og til hægri …
Composition ’42 eftir Svavar Guðnason til vinstri og til hægri er sambærilegt verk og selt var á uppboðinu í Danmörku í gær.

Olíumálverk sem sagt er eftir Svavar Guðnason listmálara var selt á uppboði danska uppboðshaldarans Bruun Rasmussen fyrir 30 þúsund danskar krónur í gær.

Ólafur Ingi Jónsson, forvörður á Listasafni Íslands, fullyrðir að verkið sé falsað, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er sama verk og danska lögreglan gerði upptækt, vegna meintrar fölsunar, skömmu áður en það fór á uppboð 2014.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert