Mótmæla lokun Laugavegar

Neðri hluta Skólavörðustígs og Laugavegar verður lokað.
Neðri hluta Skólavörðustígs og Laugavegar verður lokað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðbæj­ar­fé­lagið, sem er hags­muna­fé­lag at­vinnu­rek­enda og eig­enda at­vinnu­hús­næðis í miðbæ Reykja­vík­ur, mót­mæl­ir harðlega fyr­ir­huguðum lok­un­um á neðri hluta Skóla­vörðustígs og Lauga­veg­ar nú á aðventu.

Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu en neðri hluti Skóla­vörðustígs og Lauga­veg­ar verða gerðir að göngu­göt­um á aðvent­unni.

Þar seg­ir enn frem­ur að Lauga­vegi og Skóla­vörðustíg hafi einnig verið lokað í fyrra á sama tíma, þrátt fyr­ir harðorð mót­mæli versl­un­ar­eig­enda og annarra rekstr­araðila, en reynsl­an hef­ur sýnt að versl­un dregst veru­lega sam­an þegar göt­un­um er lokað, sér í lagi að vetr­ar­lagi, þegar allra veðra er von.

„Því miður hef­ur ekk­ert mark verið tekið á ít­rekuðum at­huga­semd­um rekstr­araðila og ljóst að borg­ar­yf­ir­völd skort­ir veru­lega skiln­ing á þörf­um at­vinnu­rekstr­ar í miðbæn­um, en tím­inn í aðdrag­anda jóla er eins og gef­ur að skilja mik­il­væg­asti tími árs­ins fyr­ir flest­ar versl­an­ir og því enn brýnna en ella að aðgengi að versl­un­um sé gott,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

„Á annað hundrað eig­end­ur fyr­ir­tækja og at­vinnu­hús­næðis á þessu svæði hafa ritað und­ir mót­mæla­skjal þar sem öll­um lok­un­um gatna er mót­mælt. Borg­ar­yf­ir­völd hafa virt sjón­ar­mið þessa hóps að vett­ugi, en mörg okk­ar höf­um staðið vakt­ina í miðbæn­um um ár­araðir, jafn­vel um ára­tuga­skeið og byggt þar upp fjöl­breytta at­vinnu­starf­semi og þar með blóm­legt mann­líf. Öflug at­vinnu­starf­semi nær ekki að þrosk­ast og dafna í miðbæn­um nema með góðu aðgengi,“ seg­ir að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert