Hækkuninni beint gegn ferðamönnum

Flestir borgarbúar sem stunda laugarnar eru með skiptakort. Ferðamenn eru …
Flestir borgarbúar sem stunda laugarnar eru með skiptakort. Ferðamenn eru hins vegar í meirihluta þeirra sem kaupa staka sundlaugaferð. mbl.is/Eva Björk

Hækk­un­um á verði sund­lauga­ferða í Reykja­vík er aðallega beint gegn ferðamönn­um, en eft­ir ára­mót hækk­ar verð á stakri sund­ferð úr 900 kr. í 950.

„Við erum í raun að hækka mjög lítið,“ seg­ir Steinþór Ein­ars­son, skrif­stofu­stjóri ÍTR. „Barna­kort og árskort barna hækka ekki neitt. 10 miða kortið, sem selst lang­mest, hækk­ar um 2,4% og 20 miða kortið hækk­ar svipað.“

Frétt mbl.is: Borga 950 kr. í sund eft­ir ára­mót

Stak­ur barnamiði hækk­ar svo úr 140 kr. í 150 kr., sem svar­ar til 7,1% hækk­un­ar. „Það kem­ur svo­lítið illa út pró­sentu­lega, en verðið á þess­um miða er búið að vera óbreytt í mörg ár,“ seg­ir Steinþór og bæt­ir við að með því að kaupa skipta­kort kom­ist börn upp að 18 ára aldri í sund fyr­ir 97 kr. í hvert skipti.

Greiða með rekstri sund­laug­anna

Reykja­vík­ur­borg hækkaði í nóv­em­ber í fyrra gjald fyr­ir staka sund­ferð full­orðinna úr 650 kr. í 900 kr. og seg­ir Steinþór hækk­un­ina ekki hafa dregið úr á aðsókn að laug­un­um. Fleiri hafi hins veg­ar fjár­fest í miðakort­um, enda sé reynt að hafa verð af­slátt­ar­kort­anna í lág­marki, en ná þessi í stað inn tekj­um af ferðamönn­um sem sveit­ar­fé­lög­in hafi ann­ars ekki mikl­ar tekj­ur af.

Kort/​mbl.is

Líkt og töfl­urn­ar sýna hef­ur þeim sem velja að greiða fyr­ir staka ferð í sund fækkað tölu­vert frá því í fyrra. Í júlí­mánuði 2015 nálgaðist fjöldi þeirra sem keypti staka sund­ferð 40.000, en á sama tíma í ár voru þeir rúm­lega 30.000.

Spyrja hvort þeiri eigi ekki að borga fyr­ir heita vatnið 

Tekj­ur borg­ar­inn­ar vegna stakr­ar sund­ferða hafa þó hækkað á tíma­bil­inu og námu þannig tæp­um 30 millj­ón­um í júlí í ár, miðað við rúm­ar 20 millj­ón­ir á sama tíma í fyrra.

Kort/​mbl.is

„Það eru ferðamenn­irn­ir sem eru að borga staka gjaldið og við, eins og aðrir, erum að greiða með rekstri sund­laug­anna. Það er því talið eðli­legt að reyna að ná inn gjaldi af ferðamönn­um,“ seg­ir hann. „Þetta er sam­bæri­legt og fyr­ir sam­bæri­lega þjón­ustu í lönd­un­um í kring­um okk­ur. Þar eru það heima­menn sem kaupa sér af­slátt­ar­kort­in og njóta góðs af því.“

Steinþór seg­ir þessa áætl­un til að fá aukn­ar tekj­ur af ferðamönn­um ganga nokkuð vel eft­ir. „Þeim finnst þetta ekki vera mik­ill pen­ing­ur og hafa jafn­vel spurt starfs­fólk hvort þeir eigi ekki að borga auka­lega fyr­ir læst­an skáp eða allt heita vatnið í sturt­un­um."

Er­lend­ir ferðamenn 30-35% gesta Laug­ar­dals­laug­ar 

Logi Sig­urfinns­son, for­stöðumaður Laug­ar­dals­laug­ar og Sund­hall­ar­inn­ar, staðfest­ir að hækk­un á verði stakri sund­ferð hafi ekki dregið úr aðsókn. „Reynsl­an frá því í fyrra var að þetta hefði mjög lít­il nei­kvæð áhrif á gesti og starfs­menn í af­greiðslu höfðu orð á því að þetta hefði bara gengið vel fyr­ir sig,“ seg­ir hann.

„Til­finn­ing­in er sú að lang­flest­ir þeir sem eru að greiða staka gjaldið eru ferðamenn sem eru að kíkja í laug­ina í eitt-tvö skipti.“

Logi seg­ir aðsókn að Laug­ar­dals­laug­inni, þar sem á bil­inu 30-35% gesta eru er­lend­ir ferðamenn, bara halda áfram að aukast.

Gert er ráð fyr­ir að aðsókn ferðamanna að Sund­höll­inni muni líka aukast næsta haust, þegar taka á nýja úti­laug í notk­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert