Hafnarfjörður hækkar í PISA

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

„Strax í upphafi þessa kjörtímabils var lögð áhersla á að leita allra leiða til að bæta námsárangur hafnfirskra nemenda en skólar í Hafnarfirði höfðu árum saman komið heldur illa út í samanburði við aðra, t.d. á samræmdum prófum og PISA.“

Þetta segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs og fræðsluráðs, en nýjar kannanir benda til þess að mikill árangur hafi verið af markvissum aðgerðum í Hafnarfirði.

„Niðurstöður mælinga á lestrargetu nemenda í 5.-10. bekkjum í grunnskólum bæjarins á síðasta skólaári sýna að fjöldi getumikilla nemenda í lestri tvöfaldast og þeim nemendum sem þurfa að efla lestrargetu sína fækkar verulega eða um 50%. Þá er ekki síður ánægjulegt að sjá árangur skólabarna bæjarins í PISA-könnuninni en Hafnarfjörður er meðal örfárra sveitarfélaga þar sem árangur hefur batnað milli kannana,“ segir Rósa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert