Takk fyrir síðast hvað?

Albert Eiríksson.
Albert Eiríksson. Styrmir Kári

Er­lend­ur ferðamaður spurði á vefsíðu nokk­urri hverj­ir væru óvenju­leg­ir siðir Íslend­inga. Meðal þess sem hon­um var ráðlagt var að sjúga frek­ar upp í nefið en snýta sér og muna að fara úr skón­um áður en hann gengi inn á heim­ili. Það þættu mannasiðir á Íslandi þótt það væru ósiðir ann­ars staðar. Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins fór á stúf­ana og í grein sem birt­ist í blaðinu um helg­ina er fjallað um eldri og nýrri ósiði en meðal þeirra sem spjallað er við er Al­bert Ei­ríks­son sem er sér­leg­ur áhugamaður um góða og vonda siði og hef­ur spjallað við fólk hvaðanæva úr heim­in­um um hér­lenda mannasiði í gegn­um tíðina.

„Í gegn­um störf mín í ferðamál­um og í spjalli við leiðsögu­menn fæ ég gjarn­an að heyra hvar við gæt­um bætt okk­ur,“ seg­ir Al­bert og bæt­ir við að svo virðist sem Íslend­ing­ar hafi stór­bætt sig í mannasiðum allra síðustu árin og það heyri hann á þeim sem hafi ferðast hingað reglu­lega í gegn­um árin.

„En. Það er alltaf þetta en. Og þar fer fremst ým­is­legt tengt borðhaldi. Eins og að teygja sig eft­ir matn­um og meðlæt­inu í staðinn fyr­ir að láta rétta sér föt­in. Það vek­ur at­hygli margra þegar við för­um að teygja okk­ur langt yfir diska og glös annarra. Þá finnst mörg­um mjög ein­kenni­legt að sjá okk­ur stanga úr tönn­un­um að máltíð lok­inni, fyr­ir fram­an alla. Og hvað við borðum rosa­lega hratt – skófl­um upp í okk­ur matn­um eins og við séum að bjarga verðmæt­um því við séum að drífa okk­ur í heyskap­inn. Svo töl­um við enn þá með full­an munn­inn og það er kannski hluti af því að vera að reyna að ljúka þessu af á sem skemmst­um tíma. Það er líka tekið eft­ir því að við sting­um oft hnífn­um upp í okk­ur, það þykir svo­lítið skrýtið.“

Þá er það að vera boðið í mat­ar­boð.

„Marg­ir út­lend­ing­ar sem hafa búið hérna lengi tala um að fyr­ir nokkr­um árum var ekki endi­lega al­mennt að Íslend­ing­ar kæmu með eitt­hvað með sér eins og nú þykir sjálfsagt; vín­flösku, blóm eða annað.

Þá þykir mörg­um ein­kenni­legt að sjá fólk standa upp frá borðum, áður en all­ir eru bún­ir að borða, og hver og einn set­ur sinn disk í vaskinn þannig að að lok­um eru bara einn eða tveir eft­ir við mat­ar­borðið. Þá er það sér­ís­lenskt að segja „takk fyr­ir mig“.“

Að redda sér sjálf­ur og fá sér óboðinn meira á disk­inn í mat­ar­boðum er eitt­hvað sem ná­grannaþjóðir okk­ar eru oft hissa á og að við klór­um okk­ur í hausn­um og á hinum ýmsu stöðum meðan á borðhaldi stend­ur.

„Við erum þá ekk­ert rosa­lega dug­leg að segja fyr­ir­gefðu ef við rek­umst utan í ein­hvern í versl­un og þessi hefð að við skul­um sí og æ vera að segja „takk fyr­ir síðast“ þykir spes. Marg­ir skilja ekki til­gang­inn. Af hverju þarf að þakka fyr­ir eitt­hvað síðast og síðast hvað?“ seg­ir Al­bert.

Eng­ar af­sök­un­ar­beiðnir

Þórdís Gísladóttir.
Þór­dís Gísla­dótt­ir. Árni Sæ­berg

Þór­dís Gísla­dótt­ir rit­höf­und­ur hef­ur sterk tengsl við Svíþjóð eft­ir að hafa verið þar í námi og búið og seg­ir að skipu­lags­leysi Íslend­inga komi Sví­um oft furðulega fyr­ir sjón­ir.
Fyr­ir utan skipu­lags­skort Íslend­inga og skort á rútínu al­mennt seg­ir hún að Sví­ar eigi ekki að venj­ast því að svo mikið sé gripið fram í fyr­ir öðrum.

„Í minni fjöl­skyldu gjamma all­ir út í eitt en Sví­ar gera það ekki. Og svo er miklu minna mál á Íslandi að mæta allt of seint. Það gera sænsk­ir vin­ir mín­ir miklu síður. Ég fékk til dæm­is af­sök­un­ar­beiðni frá sænsk­um lækni sem lét mig sitja í 20 mín­út­ur á biðstof­unni. Hann sagði mér meira að segja hvað hefði tafið hann og hafði góða af­sök­un. Sé það ekki al­veg ger­ast á Íslandi,“ seg­ir Þór­dís.

Þá seg­ist Birna Anna Björns­dótt­ir, rit­höf­und­ur og eig­andi ráðgjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Suðvest­ur, lengi hafa varað banda­ríska vini og kunn­ingja sem heim­sækja Ísland við einu áður en þeir halda af

Birna Anna Björnsdóttir.
Birna Anna Björns­dótt­ir.

stað og það er að láta sér ekki bregða þó að fólk rek­ist í það og biðjist ekki af­sök­un­ar. Birna Anna hef­ur lengi verið bú­sett í Banda­ríkj­un­um og ólst þar einnig upp að hluta og þarlend­is sé það al­gjör dauðasynd að biðjast ekki af­sök­un­ar á því að rek­ast utan í fólk.

„Ef þú rekst í ein­hvern hér, eða ef þú svo mikið sem held­ur að þú haf­ir rek­ist í ein­hvern, nú og jafn­vel ef ein­hver rekst í þig, þá biðst þú auðmjúk­lega af­sök­un­ar, og mein­ar það. Eng­ar und­an­tekn­ing­ar. Ég hef séð eitruðustu augnaráð ævi minn­ar þegar ég hef lent í árekstri við ein­hvern á gang­stétt og ekki náð að af­saka mig nægi­lega hátt og snjallt í tæka tíð. Á Íslandi rekst fólk í mann og ann­an enda­laust og ým­ist tek­ur ekki eft­ir því eða lít­ur flótta­lega und­an. Þetta finnst út­lend­ing­um óskilj­an­legt.“

Miðlungi kúl­tíveruð

Arth­úr Björg­vin Bolla­son, heim­spek­ing­ur, rit­höf­und­ur og þýðandi, hef­ur í mörg ár verið með meira en ann­an fót­inn í Þýskalandi þar sem hann hef­ur meðal ann­ars unnið óþreyt­andi starf við að kynna Þjóðverj­um Ísland.

„Af tali þeirra Þjóðverja sem ég hef hitt og verið hafa á Íslandi má al­mennt ráða að þeir líti á okk­ur sem miðlungi „kúl­tíveraða“ þjóð sem enn beri skýr­an svip af hátt­erni forfeðranna er höfðust við í mis­vist­leg­um mold­ar­kof­um allt fram á síðustu öld. Og það er ein­mitt þetta frum­stæða yf­ir­bragð, í bland við þann frum­stæða og óbeislaða kraft sem því fylg­ir, sem heill­ar marga Þjóðverja þegar þeir kynn­ast Íslend­ing­um,“ seg­ir Arth­úr Björg­vin.

Arthúr Björgvin Bollason.
Arth­úr Björg­vin Bolla­son. .

„Það er þetta frum­stæða afl, þessi „ó-siðvæddi“ þátt­ur í hugs­un, sál­ar­lífi og breytni land­ans sem mörg­um siðvædd­um og reglu­föst­um Þjóðverj­um þykir afar heill­andi,“ seg­ir Arth­úr Björg­vin og bæt­ir við að þannig vilji Þjóðverj­ar líka skýra þann mikla skap­andi kraft sem þeim finnst Íslend­ing­ar búa yfir í meira mæli en íbú­ar landa þar sem mann­lífið er í fast­ari skorðum.

Eitt af því sem Þjóðverj­ar taka gjarn­an eft­ir er um­ferðar­menn­ing Íslend­inga.

„Það þekkja þeir sem hafa um ára­bil þanið blikk­fák­ana á hraðbraut­um Þýska­lands að þar gild­ir að haga sér eft­ir öll­um sett­um regl­um. Minnsta frá­vik frá þeirri hegðan get­ur endað með skelf­ingu. Þegar menn fara að keyra á Íslandi kom­ast þeir hins veg­ar fljótt að því að þar get­ur bein­lín­is verið hættu­legt að halda sig of stíft við um­ferðarregl­urn­ar. Þvert á móti þurfa menn að vera sí­fellt á verði fyr­ir því að aðrir þátt­tak­end­ur í um­ferðinni „svíni“ á þeim. Að ekki sé minnst á ljós­lausa og hjálm­lausa hjól­reiðamenn sem skjót­ast á milli bíla eins og létt­stíg­ar huldu­ver­ur í vetr­ar­myrkr­inu.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert