„Þetta eru skrýtnir tímar“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/RAX

Þetta eru skrýtnir tímar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi, á Facebook-síðu sinni þar sem hann bregst við fréttum af því að hann hafi boðið til veislu í kjördæmi sínu næsta föstudagskvöld í tilefni af 100 ára afmæli flokksins. Á sama tíma fer fram veisla í Reykjavík af sama tilefni.

Frétt mbl.is: Gert yrði sem mest úr deginum

Sigmundur lýsir furðu sinni á fréttaflutningi af málinu en vefurinn Kaffid.is greindi fyrst frá því að Sigmundur hefði sent smáskilaboð á Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi og boðið þeim til veislunnar. Fagnað er víðar á föstudagskvöldið á landinu en í Reykjavík vegna afmælis Framsóknarflokksins eins og Sigmundur nefnir á Facebook-síðu sinni.

Frétt mbl.is: Sigmundur boðar til veislu nyrðra

Sigmundur er ekki síst ósáttur við að stuðst sé við ónafngreindan heimildamann í kjördæminu sem kalli veisluboð Sigmundar stríðsyfirlýsingu og sé talinn „betri heimild en raunverulegir nafngreindir Framsóknarmenn“. Tekur hann sem dæmi formann Landssambands Framsóknarkvenna, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, sem búsett er á Akureyri.

Anna sagðist í samtali við mbl.is í morgun telja að Sigmundur væri einfaldlega að sinna kjördæminu sínu enda kæmust ekki allir Framsóknarmenn í veisluna fyrir sunnan. Þar á meðal ekki hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka