Sigmundur boðar til veislu nyrðra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og nú­ver­andi odd­viti flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi, sendi SMS á fé­laga sína í kjör­dæm­inu í gær þar sem hann bauð til veislu næsta föstu­dag. Þann sama dag verður 100 ára af­mæli flokks­ins fagnað í Þjóðleik­hús­inu.

Fram­sókn­ar­menn sem mbl.is hef­ur talað við í morg­un staðfesta þetta en fyrst var fjallað um málið á vefn­um kaffid.is.

Fé­lagi í Fram­sókn­ar­flokkn­um sem mbl.is ræddi við í morg­un finnst þetta óviðeig­andi en vill ekki ganga svo langt að kalla þetta stríðsyf­ir­lýs­ingu eins og heim­ild­ar­menn Kaff­is.is. Sá vill ekki láta nafns síns getið.

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, formaður Lands­sam­bands Fram­sókn­ar­kvenna, sem bú­sett er á Ak­ur­eyri, seg­ist í sam­tali við mbl.is alls ekki líta á boð Sig­mund­ar sem stríðsyf­ir­lýs­ingu. Hún seg­ir að frek­ar megi líta svo á að hann sé að sinna sínu kjör­dæmi. Ekki kom­ist all­ir á hátíðina fyr­ir sunn­an. Sjálf seg­ist hún ekki ætla að fara suður þar sem flugið sé ein­fald­lega of dýrt.

Ekki hluti af form­legri dag­skrá

Í gær var hald­in aðvent­ugleði á veg­um Fram­sókn­ar­fé­lags Ak­ur­eyr­ar og ná­grenn­is fyr­ir norðan. Sig­mund­ur Davíð afboðaði sig en bauð á sama tíma til 100 ára af­mæl­is­veislu flokks­ins á Ak­ur­eyri að viku liðinni. Það vill svo til að þá verður ald­araf­mæli flokks­ins fagnað í Þjóðleik­hús­inu. Hátíðardag­skrá­in í Þjóðleik­hús­inu hefst kl. 18 en Sig­mund­ur hef­ur boðað til sinn­ar veislu kl. 17. 

Fram­kvæmda­stjóri Fram­sókn­ar­flokks­ins, Ein­ar Gunn­ar Ein­ars­son, staðfest­ir við mbl.is að veisla Sig­mund­ar sé ekki hluti af form­legri af­mæl­is­dag­skrá flokks­ins.

Frétt mbl.is: Gert yrði sem mest úr deg­in­um

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert