Veiktust undan álagi

Ólafur Þór Hauksson.
Ólafur Þór Hauksson. mbl.is

Ólaf­ur Þór Hauks­son, sem gegndi starfi sér­staks sak­sókn­ara, seg­ir að álagið sem fylgdi þeirri vinnu hafi verið það mikið að starfs­fólk hans veikt­ist. Fjór­um sinn­um hafi hann horft á eft­ir sam­starfs­mönn­um fara upp í sjúkra­bíl vegna veik­inda í kjöl­far álags.

Þetta seg­ir Ólaf­ur m.a. í ít­ar­legri grein í Fin­ancial Times. Í grein­inni er farið yfir hrun­mál­in á Íslandi og meðferð þeirra fyr­ir dóm­stól­um. 

Blaðamaður­inn velt­ir m.a. fyr­ir sér í grein­inni hvort embætti sér­staks sak­sókn­ara, á lít­illi eyju þar sem all­ir tengj­ast, hafi ekki verið vanþakk­látt starf?

Ítarlega er sagt frá störfum Ólafs Haukssonar í greininni. Viðtalið …
Ítar­lega er sagt frá störf­um Ólafs Hauks­son­ar í grein­inni. Viðtalið tók blaðamaður­inn á Hót­el Nordica. Skjá­skot/​Fin­ancial Times

„Eng­inn vildi það,“ seg­ir Ólaf­ur um ákvörðun sína að taka verk­efnið að sér. „Kannski var ég of þröng­sýnn er ég ákvað að sækja um. Kannski vissu all­ir aðrir að þetta yrði hræðilegt. Ég veit það ekki. En mér fannst þetta heill­andi.“

Ólaf­ur seg­ist hafa byrjað með fáa starfs­menn, aðeins þrjá og „eng­ar tölv­ur, enga síma, ekki neitt.“ Árið 2013 voru starfs­menn embætt­is­ins þó orðnir 109. Í sum­um mál­un­um sem embættið vann að hafi starfs­menn verið meira í vinn­unni en heima hjá sér. „Það er slæmt að vinna á kvöld­in og um helg­ar, það er slít­andi. Það komu upp til­felli í vinn­unni þar sem starfs­menn okk­ar urðu al­var­lega veik­ir. Ég hef fjór­um sinn­um séð á eft­ir ein­hverj­um starfs­manna minna á leið upp í sjúkra­bíl. Það er ekki auðvelt, svo þú finn­ur smá­veg­is þann þrýst­ing sem fylg­ir starf­inu.“

Í grein­inni er einnig farið yfir stjórn­mála­ástandið hér á landi. Ólaf­ur er spurður hvort stjórn­mála­menn hafi gloprað niður tæki­fær­inu á að vinna sér traust al­menn­ings eft­ir hrunið. „Kannski ætti starf stjórn­mála­mann­anna að vera gagn­særra, það hefðu átt að vera færri hneykslis­mál og meiri áhersla lögð á að byggja upp traustið að nýju,“ svar­ar Ólaf­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert