„Aldrei rætt um að lækka skuldir“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að ekki væri nóg að samþykkja fjárlög heldur verði einnig að lækka skuldir í landinu.

„Það er aldrei rætt um að lækka skuldir. Ef við ætlum ekki að lækka skuldir þegar svona stendur á, hvenær eigum við þá að gera það?,“ sagði Guðlaugur Þór.

„Vaxtagjöldin, og þá eru ekki tilteknar lífeyrisskuldbindingar, eru 70 milljarðar á ári. Það er mun hærra heldur en framlagið til Landspítalans. Vildum við ekki öll í þessum sal vera í þeirri stöðu að geta nýtt þessa peninga í eitthvað annað?," spurði hann.

„Ef við ætlum ekki að leggja þá áherslu að greiða þetta niður hratt og vel, ætlum við að bíða eftir því að það harðni í ári? Ætlum við þá að gera það?"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert